Gísli Blöndal Markaðs- og þjónusturáðgjöf - Námskeið
Gísli Blöndal
Námskeið
Fyrirlestrar
Ráðgjöf
Hafðu samband
Áhugaverðar heimasíður
Næstu námskeið
Viðskiptavinir

gisli.jpg
Gísli Blöndal

ÉG er fluttur!!!!!
 
 
Ný glæsileg heimasíða hönnuð af http://www.designeuropa.com/
 
Markaðsráðgjöf - Þjónusturáðgjöf
Þjónustunámskeið - Sölunámskeið Fundarnámskeið
Listin að hafa áhrif á aðra
 
Öll námskeið sniðin að þínum þörfum
 
 
 

5241.jpg

 
 
Nýtt námskeið:
LOKSINS Á ÍSLANDI !
 
,,Hver tók ostinn minn?"

 

Markmið námskeiðsins er:

  • Að viðurkenna að veröldin breytist
  • Að gera ráð fyrir breytingum
  • Að laga sig að breytingum
  • Að breytast
  • Að njóta breytinga
  • Að búa sig undir breytingar, aftur og aftur.

Námskeiðið ,,Hver tók ostinn minn" er byggt á metsölubókinni og námskeiðinu ,,Who Moved My Cheese", sem farið hefur sigurför um allan heim.

Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum, stofnunum og samtökum og fjallar um gildi breytinga í rekstri og einkalífi. 
Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki til þess að takast á við breytt umhverfi og breytta heimsmynd á nýrri öld - bæta vinnuanda og skapa betri fyrirtæki, stofnanir, samtök og einstaklinga. Skoðað lýsingu á námskeiðinu með því að fara á síðuna NÁMSKEIÐ.
 
Nokkrir starfsmenn Olís sóttu námskeiðið "Hver tók ostinn minn?".  Það var samróma álit okkar allra að efnistök væru afar skemtileg og viðfangsefnið sett fram á lifandi og aðgengilegan hátt.  Þátttakendur læra skemmtilega og einfalda aðferð til að takast á við breytingar bæði í starfi og einkalífi.  Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði og mun bjóða fleiri starfsmönnum Olís að sækja það.


Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
Starfsmannastjóri HR Manager

 
 
Nýlegar umsagnir um námskeiðið ,,LISTIN AÐ SELJA"
Akranesi 27.11.2002 09:25:

Tímabært og lærdómsríkt !

Þriðjudagskvöldið 26. nóvember s.l. stóð Þátttakendur á námskeiðiAtvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar fyrir námskeiði undir kjörorðinu "Listin að selja" og var námskeiðið öllum opið.  Alls sóttu námskeiðið 26 aðilar sem komu frá hinum ýmsu verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi.

Fyrirlesari kvöldsins var hinn marg rómaði Gísli Blöndal en hann hefur getið sér gott orð í markaðs- og þjónusturáðgjöf um all langt skeið.  Á námskeiðinu var tekin fyrir viðskiptatryggð, framkoma, söluhæfileikar, mótbárur, markaðssetning og auglýsingar. 

Að loknu námskeiði voru þátttakendur beðnir um að skrifa eitt lýsingarorð eða einhver orð að eigin vali sem lýstu námskeiði kvöldsins og höfðu þau m.a. þetta að segja;

Lærdómsríkt, áhugavert, frábært, örvandi, mjög gott, tímabært, fræðandi, skemmtilegt, jákvætt og gagnlegt

RÓ.

Des. 2002

,,Ég sat námskeið hjá þér á vegum Fríhafnarinnar nú fyrir stuttu sem kallað var listin að selja. Mig langaði að hrósa þér fyrir frábæran dag og láta þig vita að þetta virkaði mjög hvetjandi á fólkið á gólfinu. En þakka þér enn og aftur fyrir gott og skemmtilegt námskeið!"

Andri Örn Viðarsson

 

Val á ráðgjafa eða námskeiðsleiðbeinanda
getur verið eftitt. Eitt það mikilvægasta við slíkt val er umsögn annarra og árangur sem náðst hefur, ásamt þekkingu og reynslu viðkomandi.
 
Á þessari síðu eru ekki tæmandi upplýsingar og því vil ég hvetja þá stjórnendur sem leita eftir ráðgjöf eða eru að velja námskeið fyrir starfsfólk sitt að leita umsagna þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu mína. 

Hikaðu ekki við að hafa samband og leita frekari upplýsinga sem að gagni mættu koma.

leidtogi3.jpg

Á námskeiði hjá Leiðtogaskólanum

Gisli@GisliBlondal.net

Gísli Blöndal
Markaðs- og þjónusturáðgjöf
Hafnarstræti 20 v/Lækjartorg,
101 Reykjavík

Símar:
551 4157 - 690 7100