|  |
                      |  |  |

Námskeið |
|  |
 |
Hér fyrir neðan er gróf lýsing á þeim námskeiðum sem í boði eru. Einn helsti kostur þessara námskeiða er að auðvelt er að aðlaga þau þannig að þau henti við viðkomandi hóp. (Skoðaðu umsagnir neðst á síðunni ,,Viðskiptavinir").
NÝTT NÁMSKEIÐ: HVER TÓK OSTINN MINN?
Námskeiðið er fjórar klukkustundir, létt og skemmtilegt fyrir fólkið á gólfinu með sínum stjórum, allt að 20 hverju sinni. Námsgögn eru bókin vinsæla, vinnubók og myndband með Bjarna Hauki Þórssyni leikara. Markmiðið er að opna vitund - skapa jákvætt viðhorf til breytinga. Það hjálpar fólki í fyrirtækjum og stofnunum að taka nýja afstöðu til breytinga og ná árangri. Nýjar hugsanir, ný viðhorf eru forsenda breyttrar hegðunar. Námskeiðið er öflug leið til nýrrar sóknar, þróun nýrrar vöru, nýrrar þjónustu. Það er kjörin leið til þess að skapa osta-tungumál, sterka myndlíkingu sem ýtir undir jákvæðni gagnvart breytingum. Námskeiðið hefur notið mikilla vinsælda og mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki heims hafa nýtt sér það með góðum árangri. Nú í byrjun árs 2003 stendur það Íslendingum til boða, rétt rúmu ári eftir að bókin kom út.
Markmið námskeiðsins er:
- Að viðurkenna að veröldin breytist
- Að gera ráð fyrir breytingum
- Að laga sig að breytingum
- Að breytast
- Að njóta breytinga
- Að búa sig undir breytingar, aftur og aftur.
,,Okkur hættir til að halda í gömul gildi streitast gegn nýjungum. Við berum kvíðboga fyrir breytingum í lífinu. En reynslan kennir okkur að þær eru oftast til góðs ef við erum virkir þátt-takendur eigin örlagavaldar. Við verðum sterkari, glaðari yfir eigin velgengni. Frábær leið til þess að stuðla að jákvæðum vinnuanda í framsæknum fyrirtækjum".
Ólafur Karlsson, framkvæmdastjóri.
  |
 |
 |  |  |  |  |
 |
Þjónusta og viðmót
Ætlað öllu starfsfólki þjónustufyrirtækja og stofnana.
Framkoma, viðmót og afstaða til viðskiptavinarins skiptir nú meira máli en áður. Í harðri samkeppni um hylli neytenda geta ýmis smáatriði ráðið úrslitum um það hvaða orðspor fer af þjónustu fyrirtækja og opinberra stofnana.
Þessi atriði eru kjarni námskeiðsins:
Viðhorf og viðmót, að veita góða þjónustu, innri þjónusta, þjónusta í síma, listin að elska kvartanir, orðspor/ímynd, hreinlæti og klæðnaður, starfsandi og samstarf og öll mikilvægu smáatriðin. Farið verður í grundvallaratriði í þjónustu og skerpt á þeirri kunnáttu sem fyrir er til að bæta samskipti og þjónustu. Lengd: 6 klst. |
|
|
Árangursríkir fundir
Kennt er að miðla upplýsingum á markvissan hátt, ,,gefa tóninn", hvetja, hrósa, ræða vandamál og leysa verkefni á skipulegan hátt. Til þess að fundir skili árangri er nauðsynlegt að þeir séu vel undirbúnir, að stjórnun þeirra sé ákveðin og markviss og ekki síst að allir fundarmenn kunni og virði vinnureglurnar. Áhersla er lögð á samskiptatækni, ólíkan tilgang funda, miðlun upplýsinga, markmið, fundarreglur, fundarstjórn og dagskrá. Hópæfingar. Lengd: 3 klst.

|
|  |
Listin að selja
Ætlað starfsfólki verslana svo og öllum sem starfa í þjónustu- og sölufyrirtækjum.
Aðalmarkmið námskeiðsins er að skerpa á helstu þáttum í sölumennsku og þjónustu í þeim tilgangi að ná betri árangri og meiri viðskiptum.
Framkoma, viðmót og afstaðan til viðskiptavinarins skiptir sífellt meira máli. Í harðri samkeppni um hylli neytenda geta ýmis smáatriði ráðið úrslitum um það hvaða orðspor fer af þjónustu fyrirtækis. Þessi atriði auk, sölumennsku, símasölu og sölufundum eru kjarni námskeiðsins. Lengd: 4 klst.
Meðal þátta sem fjallað er um eru: Hvað er góð þjónusta? Innri þjónusta Þjónusta í síma
Grunnatriði góðrar sölumennsku
Símasala, sölufundir og sölubréf Listin að elska kvartanir Orðspor/ímynd
Starfsandi og samstarf Framkoma, hreinlæti, klæðnaður og öll mikilvægu smáatriðin
Listin að hafa áhrif á aðra
Ætlað öllum sem vilja öðlast aukið öryggi í framkomu og málflutningi
Fáir, sennilega engir eru fæddir ræðumenn en öll getum við tileinkað okkur það sem þarf til að geta með auðveldum hætti tjáð okkur á skýran og skilmerkilegan hátt. Markvissar leiðbeiningar um málflutning og framsagnartækni ásamt léttum æfingum og persónulegri leiðsögn.
Gefin eru ráð um framkomu frammi fyrir hópi áheyrenda, hvernig halda má athyglinni, hvernig beita má húmor, notkun skjávarpa, hljóðkerfis og annarra hjálpartækja, framkomu í sjónvarpi og ýmislegt fleira. Frammistaða hvers og eins er metin og skoðað hvað vel er gert og hvað megi betur fara.
Efni námskeiðsins byggir á nýútkominni bók um sama efni sem fylgir námsgögnum.
|
|  |
 |  |  |  |  |
 |
|  |
|  |
 |  |  |  |  |
|
Gísli Blöndal Markaðs- og þjónusturáðgjöf
Þjónustu- sölu- og stjórnunarnámskeið
símar 551 4157 / 690 7100
 |
| 





|
| 





|
|